Ragnhildur Billa Árnadóttir

Málefni sem mér eru hugleikin: 

Fræðslumál.
Velferðarmál.
Fjölskyldumál.
Umhverfismál.

6. sæti

Menntun

Ég útskrifaðist sem sjúkraliði frá VA vorið 2014. Var í námi frá Háskólanum á Bifröst sem sneri að rekstri fyrirtækja.

Fjölskylda

Ég er 54 ára Seyðfirðingur, gift Jóhanni Jónssyni framkvæmdastjóra Austfars og eigum við þrjú uppkomin börn.

Starfsferill

Ég byrjaði minn starfsferil sem unglingur í fiskvinnslu og hef unnið ýmis verslunarstörf. Vann í tuttugu ár á leikskólanum Sólvöllum en breytti um starfsvettvang 2008 og fór að vinna hjá HSA á hjúkrunarheimilinu Fossahlíð. Ég fór ung að hafa afskipti af pólitík ýmist á lista eða sem kosningastjóri fyrir sameiginlegt framboð Tinda og sinnti ýmsum nefndarstörfum fyrir það framboð. Árin 2018 til 2020 var ég formaður fræðslunefndar fyrir Seyðisfjarðarlistann. Ég hef verið aðalmaður í fjölskylduráði fyrir Austurlistann í sameinuðu sveitarfélagi Múlaþing.

Áhugamál

Áhugamálin eru margvísleg t.d handavinna, hreyfing, lestur góðra bóka, samvera með fjölskyldu og vinum. Ég hef verið virk í starfi með ýmsum félagasamtökum


Austurlistinn

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.