Ævar Orri Eðvaldsson

Málefni sem mér eru hugleikin:

  • Atvinnumál
  • Samgöngur
  • Menntamál
  • Íþrótta- og félagsmál
7. sæti

Menntun

Eftir að hafa gengið í Grunnskóla Djúpavogs tók við stutt mennta-og iðnskólanám. Nú síðast hef ég stundað nám í fiskeldi frá Háskólanum á Hólum, þar á undan lauk ég námi við Fisktækniskóla Íslands.

Fjölskylda

Ég er uppalinn á Djúpavogi og hef aðeins flutt á aðra staði til þess eins að koma ákveðnari tilbaka um að nú verði aldrei flutt aftur. Ég er giftur og á 3 börn.

Starfsferill

Starfsferill minn hófst í fiskvinnslu á Djúpavogi, síðan þá hef ég unnið ýmis störf svo sem sjómennsku, öryggisstörf, verslunar- og þjónustustörf og fiskeldisstörf.  Í dag starfa ég sem verkstjóri í Búlandstindi á Djúpavogi. Fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2018 var ég í 4. sæti H-lista og hef ég setið í hafnarnefnd sem fulltrúi H-listans. Er formaður Djúpavogsdeildar Rauðakrossins og hef gegnt því embætti í rúm 6 ár.

Áhugamál

Hef alltaf haft mikinn áhuga á ýmis konar samfélagsmálum og uppbyggingu samfélagsins og hefur frekar verið skortur á tíma til að sinna slíku en áhugaskortur. Einnig hafa sjálfbærni og ný tækni alltaf vakið áhuga minn.


Austurlistinn

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.