Tinna Jóhanna Magnusson

Málefni sem mér eru hugleikin:

  • Mennta- og menningarmál
  • Umhverfis- og loftslagsmál
  • Jafnréttismál
  • Málefni litlu samfélaganna í sameinuðu sveitarfélagi
10. sæti

Náms- og starfsferill

Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og eftir það lá leiðin í íslenskunám við Háskóla Íslands. Ég stundaði nám í klassískum söng við Tónlistarskóla Kópavogs á árunum 2008-2016 og tók virkan þátt í starfi Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð öll mín menntaskólaár og með Hamrahlíðarkórnum árin 2006-2015.

Meðfram háskólanámi starfaði ég sem frístundaleiðbeinandi hjá frístundamiðstöðinni Frostaskjóli í Reykjavík, þar sem ég vann að mestu sem stuðningsfulltrúi barna á einhverfurófi. Ég sinnti einnig jafningjaráðgjöf í Ritveri Menntavísindasviðs Háskóla Íslands um tíma og hélt utan um vinnustofur fyrir meistaranema. Ég hóf nám í kennslufræðum og kenndi íslensku við Borgarholtsskóla veturinn 2016-2017. Haustið 2017 flutti ég síðan á Borgarfjörð eystri og kenndi við grunnskólann þá um veturinn.

Síðustu tvö ár hef ég lagt stund á meistaranám í miðaldafræðum við King‘s College London og lýk lokaverkefni mínu þaðan í sumar, en það fjallar um tengsl miðaldahandrita við samtímann. Meðfram náminu úti í London söng ég með óperufélagi skólans, King’s Opera, og sat í stjórn félagsins síðastliðið ár. Á vormánuðum var ég einnig í hlutastarfi við íslenskukennslu fjöltyngdra barna sem búsett eru í London og nágrenni.

Nú er ég komin aftur til Borgarfjarðar og er sá flutningur hugsaður til frambúðar. Ég er í sambúð með innfæddum Borgfirðingi eftir fjarsamband síðasta árið og er að sjálfsögðu komin bæði í björgunarsveitina og kirkjukórinn. Núna í sumar sé ég um íslenskunámskeið á vegum Austurbrúar fyrir íbúa af erlendum uppruna á Borgarfirði.

Áhugamál

Utan þessa hef ég fjölmörg önnur áhugamál, m.a. ferðalög bæði innanlands og utan, skíði, leikhús og lestur góðra bóka. Mér finnst líka gaman að skipuleggja alls konar – og framkvæma það!


Austurlistinn

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.