Ég útskrifaðist úr Menntaskólanum á Egilsstöðum árið 2018 og haustið 2020 ákvað ég svo að fara í sjúkraliðanám og er núna langt komin með það nám sem ég hef tekið í fjarnámi og unnið á Fossahlíð samhliða.
Fjölskylda
Ég er er í sambúð með Daða Sigfússyni forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar á Seyðisfirði og eigum við von á okkar fyrsta barni núna í sumar.
Starfsferill
Ég hef unnið á hjúkrunarheimilinu Fossahlíð á Seyðisfirði við umönnun frá árinu 2018 og líkar það mjög vel. Áður en ég byrjaði að vinna á Fossahlíð hafði ég unnið á sumrin og með námi í Kjörbúðinni og einnig í bæjarvinnunni og sem kirkjuvörður í Seyðisfjarðarkirkju þegar ég var yngri.
Áhugamál
Mín helstu áhugamál eru að prjóna, útivera og samvera með fjölskyldu og vinum.
Austurlistinn
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.