Lindsey Lee

Málefni sem mér eru hugleikin:

Heilbrigðisþjónusta og möguleikar varðandi fjarlækningar.
Fjölskyldumál.
Húsnæðismál.

 

19. sæti

Menntun

Ég er fædd og uppalin í Bandaríkjunum, og flutti til Íslands árið 2016. Ég fór í augntæknanám auk líffræðinámS hjá Florida State University og vann í skurðstofum og auglæknastofum víða í Suður-Bandaríkjunum. Ég lærði mikið um fjarlækningar, möguleika í strjálbýli og nýtti þessa reynslu og menntun til að hjálpa Sjónlagi og HSS við opnun fyrstu fjar-auglækningastofu á Íslandi árið 2021.

Fjölskylda

Við Árni Magnusson giftum okkur sumarið 2019 uppi á Álfaborg og í maí 2020 eignuðumst við strák, sem var fyrsti innfæddi Borgfirðingurinn í 4 ár. Við búum öll saman á Borgarfirði eystri.

Starfsferill

Ég vann hjá Sjónlagi við komu til Íslands, þar til ég fór í fæðingarorlof og flutti austur á Borgarfjörð. Hér hef ég unnið sem verslunarstjóri Búðarinnar á Borgarfirði, og hef verið í sameinlegum rekstri fyrirtækisins Fjarðarhjól sem er að sjá um hjóla og gönguleiða hönnun og framkvæmdir ásamt ferðaþjónustu. Ég er einnig byrjuð í nýju starfi sem umsjónamaður Musteri Spa sem verður enduropnað sumarið 2022.

Áhugamál

Ég elska að ferðast bæði innanlands og utan, hef rosalega gaman af allskonar útivist. Það er ekkert betra en kajak á sumrin og skíði á veturna. Við eigum Briard hund og það er oft hægt að finna alla fjölskylduna úti að njóta þess að vera á fjöllunum í bakgarðinum okkar.


Austurlistinn

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.