Skip to main content

Baldur Pálsson

Málefni sem mér eru hugleikin:

Á níunda áratug síðustu aldar hófust afskipti mín af sveitarstjórnarmálum og í kjölfar þess varð til Fellalistinn í Fellahreppi hinum forna og svo varð til Héraðslistinn og svo Austurlistinn, allt félagshyggjuframboð, samtök fólks sem ekki vill bindast flokkapólitík. Innan vébanda þessara framboða hef ég starfað alltaf kunnað mjög vel við mig.
Ég tek engan málaflokk fram yfir annan en forvarnir í víðum skilningi er kannski það sem ég vil að komi við í öllum málaflokkum og þá muni okkur vel farnast.

22. sæti