Framtíð fólksins sem byggði upp nútímann

4 asdis minniÍ sameiningarferli sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps hefur verið lögð á hersla á að sameiningin muni bæta þjónustu og styrkja samfélagið í þessum byggðum.

Sú sveitarstjórn sem tekur til starfa í sameinuðu sveitarfélagi þann 4. október næstkomandi kemur aðeins til með að starfa í tuttugu mánuði. Það gefur augaleið að á þeim tíma þarf að leggja mikla vinnu í að samþætta starfsemi og þjónustu í sveitarfélaginu og ekki gefst færi á að veita framgöngu öllum þeim málum sem brenna á okkur.

En þrátt fyrir að starfstími fyrstu sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags verði stuttur, eða einmitt þess vegna, þurfum við að hugsa lengra fram í tímann og leggja línurnar fyrir framtíðina. Þetta tuttugu mánaða kjörtímabil verður prófsteinn á margt í sameiningu stjórnsýslunnar og formáli að næstu köflum í sögu nýs sveitarfélags. Öll viljum við að þeir kaflar verði vel skrifaðir í upphafi.

Í þessum fjórum sveitarfélögum hefur þjónustustig verið mismunandi og á það ekki síst við um það sem snýr að eftirlaunaþegum. Stærri byggðarlögin, Hérað og Seyðisfjörður hafa meira framboð af þjónustu fyrir aldraða en þau smærri þar sem lágmarksþjónusta er í boði. Meðan Fljótsdalshérað bætti þjónustu og framboð af húsnæði fyrir aldraða horfa íbúar Djúpavogshrepps upp á að neyðast til að flytja í önnur byggðarlög þegar þeir eiga orðið erfitt með að halda heimili sjálfir.

Austurlistinn leggur áherslu á að í nýju sveitarfélagi verði í boði húsnæði fyrir alla og telur að það ætti að vera skýlaus krafa í hverju samfélagi að öldruðum standi til boða hentugt húsnæði sniðið að þeirra þörfum. Í hverju byggðarlagi nýs sveitarfélags ætti því að vera boðið upp á þjónustuíbúðir til leigu eða kaups fyrir aldraða. Íbúðir sem auðvelda fólki að halda eigið heimili og í aðstæðum sem stuðla að sjálfstæði íbúanna. Í íbúðarkjörnum þar sem þjónusta á borð við heitan mat, tómstundastarf og dagdvöl er í boði og með aðstöðu fyrir þá sem vilja bjóða íbúum þjónustu, s.s. fótaaðgerðarfræðingar, hárgreiðslufólk og naglafræðinga og með aðstöðu fyrir starfsemi félaga eldri borgara.

Vilji er ekki allt sem þarf en viljinn er leið að ákvörðunum. Þegar þær hafa verið teknar er hægt að stíga það skref að finna leiðir til að koma hlutunum í framkvæmd. Ef við getum verið sammála og gert kröfur um bættar vegasamgöngur ættum við líka að geta lagst á eitt með að gera áætlanir og kröfur um að nauðungarflutningum aldraðra sé lokið. Við verðum að gera okkar besta til að bjóða þeim að „eiga áhyggjulaust ævikvöld“ á þeim stað sem rætur þeirra eru og þeir vilja búa.

Vonandi er framtíð okkar allra að verða öldruð og sú framtíð ætti að einkennast af því að við eigum kost á því að fá aðstoð sem við stýrum sjálf, fáum að ákveða við hvað aðstoðin er veitt, hvenær hún fer fram og hver veitir hana og að þetta val eigi ekki eingöngu við um fólk yngri en 67 ára.

Höfundur, Ásdís Hafrún Benediktsdóttir er varamaður í sveitarstjórn Djúpavogshrepps og skipar 4. sæti Austurlistans í komandi sveitarstjórnarkosningum sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðar eystri, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar.

Lífsgæði og menntun – Quality of life and education

Gott 2 Kristjana 600x800samfélag grundvallast af lífsgæðum og velferð íbúanna. Hvort tveggja er mikilvæg forsenda hamingju og þroska og lykillinn að því að mannauður geti dafnað og eflst. Öflugir og skapandi leik- og grunnskólar styrkja og bæta lífskjör einstaklinga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Slíkt menntakerfi er meðal þess sem gerir samfélag eftirsóknarvert til búsetu.
Ábyrg og metnaðarfull menntastefna, sem unnin er í samstarfi við þá sem hlut eiga að máli leggur grunn að framsækinni menntastarfsemi fyrir börnin í sveitarfélaginu. Uppbyggilegt og metnaðarfullt starf í menntastofnunum er forsenda félagslegs réttlætis og jöfnuðar í samfélaginu. Þar eiga öll börn að geta notið sín, vaxið og dafnað. Mikilvægt er að tryggja börnum og foreldum í hinu nýja sveitarfélagi þá sérfræðiþjónustu sem nauðsynleg er. Það verður m.a. gert með endurskoðun á fyrirkomulagi þeirrar þjónustu þannig að fjármunir nýtist sem best.
Þá er einnig mikilvægt að móttaka barna af erlendum uppruna sé með þeim hætti að bæði þau og fjölskyldur þeirra aðlagist samfélaginu eins og best verður á kosið og á sem þægilegastan hátt. Það er samfélagsleg skylda okkar að reyna að mæta nýbúum með opnum örmum, skilningi og án allra fordóma burtséð frá ólíkum bakgrunni, annarri menningu og tungumálafærni. Ef þessum málum er ekki sinnt og þau ekki tekin föstum tökum strax í upphafi er alltaf hætta á félagslegri einangrun þessara hópa. Það er hagur samfélagsins að allir, bæði stórir sem smáir geti dafnað og vaxið, finni fyrir öryggi og líði vel í sínu umhverfi. Þetta verður einungis gert með markvissum aðgerðum sem þegar hefur verið lagður grunnur að.

Almannavarnir / Public safety


Forvarnir í víðum skilningi
Forvarnir er flókinn en mikilvægur þáttur í starfsemi sveitarfélaga og því þarf að skipuleggja forvarnarstarf vel til þess að ná marktækum árangri. Málaflokkurinn nær til margra þátta samfélagsins svo sem: Almannavarna, slysavarna, eldvarna, umferðarmála utan sem innan þéttbýlis, skipulagsmála, vímuefnamála, félagsmála, heilbrigðismála og löggæslumála svo fátt eitt sé nefnt.
Almannavarnir
Í byrjun árs 2019 tók til starfa Almannavarnanefnd sem nær yfir allt starfssvæði Lögreglustjórans á Austurlandi. Höfuðmarkmið almannavarnanefnda er samkvæmt lögum að gera hættumat fyrir umdæmið en sú vinna virðist ekki hafa verið sett formlega af stað hjá Almannavarnanefnd Austurlands. Hættumatið tekur til eftirfarandi þátta samkvæmt leiðbeiningum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra: „Ofsaveður og ófærð, jarðskjálftar, eldgos, jökulhlaup, snjóflóð, skriðuhætta og grjóthrun, sjávarflóð, flóðbylgjur, flóð í ám og vötnum, jarðhiti, hafís, loftslagsbreytingar, hópslys, jarðgöng, eldsvoðar, skógar-, kjarr - og sinueldar, eldhætta á tjaldsvæðum, mengun og hættuleg efni, dýrasjúkdómar og öryggi dýra, samgöngur á landi/lofti og sjó, vatnsveitur, hitaveitur, raforka, stíflurof, fráveitur, fjarskipti, matvælaframleiðsla/matvælaöryggi og fæðuframboð, öryggi í ferðaþjónustu, samfélagsöryggi“. Undir, samfélagsöryggi, falla margir málaflokkar sem fjallað verður um sérstaklega síðar.

Samgöngur / Transportation

Greiðar og öruggar samgöngur eru lífæð samfélaga og forsenda lífsgæða. Að íbúar komist greiðlega milli byggðakjarna er forsenda framþróunar og uppbyggingar atvinnulífs og blómlegs mannlífs á Austurlandi en ekki síður forsenda þess að sameining fjögurra sveitarfélaga í eitt verði farsæl. Þar ber hæst að nefna samgöngubætur eins og göng undir Fjarðarheiði sem og heilsársveg yfir Öxi en endurbætur á veginum til Borgarfjarðar eru hafnar. Það eru líklega engir innviðir sem geta haft jafn víðtæk áhrif á framtíð og framþróun Austurlands eins og greiðar samgöngur. Íbúaþróun hefur ekki verið Austurlandi hagstæð en Hagstofa Íslands spáir fólksfækkun í nánustu framtíð svo styrking innviða er helsta áskorun nýs sveitarfélags þar sem tækifærin til sóknar eru fjölmörg.
 
Í vetur hafa íbúar landsins upplifað hversu mjög erfiðar samgöngur geta hamlað lífsgæðum og öryggi íbúa.
Stjórnvöld hafa boðað þá stefnu að sameina sveitarfélög og styrkja þannig sveitarstjórnarstigið sem mikil þörf er á. Þeirri stefnu þarf að fylgja fjármagn og vilji til að gera samfélögum kleift að sameinast í reynd og samnýta þannig þau lífsgæði og sérkenni sem hver kjarni býður upp á. Stóra verkefnið sem blasir við nýju sveitarfélagi er að tryggja greiðar samgöngur milli kjarna svo hægt sé að nýta þau fjölmörgu tækifæri til fulls sem blasa við.

Austurlistinn

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.