Hildur Þórisdóttir

Málefni sem mér eru hugleikin:

  • Samgöngur og innviðir
  • Menntamál
  • Umhverfismál
1. sæti

Menntun

Eftir frábær ár í Menntaskólanum á Egilsstöðum tók við nám í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og í beinu framhaldi af því framhaldsnám í mannauðsstjórnun. Þar lauk ég M.Sc. gráðu árið 2011.

Fjölskylda

Ég er í sambúð með Bjarka Borgþórssyni og við eigum einn dreng sem er fæddur 2013. Við erum dugleg að nýta umhverfið hér á svæðinu og erum mikið í útivist saman. Drengurinn okkar er því mikið náttúrubarn og er auðvitað augasteinn foreldra sinna.

Starfsferill

Ég hef starfað við margt í gegnum tíðina en fyrstu störfin spönnuðu frá afgreiðslu og þrifum í sundlaug, þjónustustarfi á sýsluskrifstofu yfir í fiskvinnslustörf og umönnun aldraðra. Eftir frábær ár í Menntaskólanum á Egilsstöðum tók við nám í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og í beinu framhaldi af því framhaldsnám í mannauðsstjórnun. Þar lauk ég M.Sc. gráðu árið 2011 og hef unnið eftir það við mannauðsverkefni, sem verkefnastjóri og þýðandi. Síðustu ár hef ég rekið vefverslun ásamt því að sinna starfi forseta bæjarstjórnar á Seyðisfirði. Ég hef setið í framkvæmdaráði og stjórnum Austurbrúar og SSA auk Vinnumarkaðsráðs frá árinu 2018.
Ég var varabæjarfulltrúi fyrir Seyðisfjarðarlistann árin 2014-2018 ásamt því að sitja í Fræðslunefnd en þar leiddi ég vinnu stýrihóps sem vann nýja skólastefnu fyrir kaupstaðinn þar sem lagt var til að grunnskóli, leikskóli og tónlistarskóli yrðu sameinuð í einn skóla. Ný skólastefna boðaði meðal annars þá breytingu að tónlistarskóla yrði breytt í listadeild sem tónaði vel við sérstöðu bæjarins. Sú breyting hefur aukið gæði og sérstöðu Seyðisfjarðarskóla umtalsvert.
Frá árinu 2018 hef ég verið forseti bæjarstjórnar og setið í bæjarráði en Seyðisfjarðarlistinn vann hreinan meirihluta með fjórum fulltrúum það ár. Við lögðum sérstaka áherslu á aukið gagnsæi og virkt samtal við íbúa og höfum sent út regluleg fréttabréf á heimili Seyðfirðinga með helstu upplýsingum um gang mála auk reglulegra íbúafunda um hin ýmsu mál sem brenna á íbúum. Þessar breytingar voru kærkomnar og hafa mælst vel fyrir enda vilja íbúar í lýðræðissamfélögum virkt samtal og gott upplýsingaflæði. Seyðisfjarðarlistinn hefur náð góðum árangri á þessum tveimur árum og hefur ýtt af stað fjölmörgum verkefnum sem skipta samfélagið á Seyðisfirði miklu máli. Með jákvæðnina að vopni og lausnamiðuðum vinnubrögðum hefur tekist að koma hreyfingu á mikilvæga málaflokka eins og húsnæðismál sem höfðu verið í stöðnun í rúman áratug með tilheyrandi vandamálum fyrir vöxt samfélagsins. Ég brenn fyrir velferð og framtíð Austurlands og tel mig lánsama að hafa fengið tækifæri til að vera leiðandi í sveitarstjórnarmálum á Austurlandi.

Áhugamál

Helstu áhugamál eru góður matur, útivera í guðsgrænni náttúrunni, hreyfing af ýmsu tagi og samvera með fjölskyldu og vinum. Við hjúin erum í matarklúbbi með góðum vinum sem hefur gætt lífið á Seyðisfirði fleiri lífsins tónum auk þess sem ég er í rauðvínsklúbbi með frábærum konum. Með hækkandi aldri legg ég áherslu á að njóta lífsins hvern dag og vera opin fyrir nýjum ævintýrum. Ég hef mikla ánægju af lestri bóka og hef alla tíð verið bókaormur og er því alla jafna með nokkrar bækur á náttborðinu. Ég nýt þess að vera í náttúrunni og bíð alltaf spennt eftir berjatímabilinu. Við erum svo ótrúlega lánsöm að vera umvafin fjöllum svo það eru hæg heimatökin að komast í göngu eða berjamó á Seyðisfirði. Ég hef mikla ánægju af því að teikna og mála en það áhugamál hefur fylgt mér frá unga aldri.


Austurlistinn

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.