Skúli Björnsson

Málefni sem mér eru hugleikin: 

  • Málefni veitna og heimastjórnir eru málefni sem ég hef hvað mestan áhuga á.

  • Mikilvægt er samráð og samvinna allra er starfa og stjórna hjá nýju öflugu sveitarfélagi.
5. sæti

Menntun

Vélstjóri VSIII
Driftsteknik for skogbruk
Fjöldi starfstengdra námskeiða

Fjölskylda

Ég er kvæntur Þórunni Hálfdánardóttur kerfisfræðingi og við eigum tvo syni og sex barnabörn.

Starfsferill

Í dag starfa ég sjálfstætt við fjölbreytt verkefni svo sem grisjun, skógarhögg, trjásnyrtingar, akstur og ráðgjöf af ýmsu tagi.
Ég hef unnið við skógrækt og plöntuframleiðslu frá unga aldri, lengst af sem verkstjóri og framkvæmdastjóri.
Var vélstjóri á skuttogara í fjögur ár og stundaði trilluútgerð eitt sumar.
Ég hef komið að sveitarstjórnarmálum frá 1998 þegar Austur-Hérað varð til. Var formaður bæjarráðs kjörtímabilið 2002 til 2006 en kosið var árið 2004 í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs. Hef setið um tíma í allflestum fastanefndum á einhverjum tímapunkti síðan 1998. Seinni hluta núverandi kjörtímabils er ég varamaður í bæjarstjórn. Núverandi nefndaseta hjá sveitarfélaginu er í  stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf, félagsmálanefnd og atvinnu- og menningarnefnd.

Áhugamál

Ég rækta tíu tegundir af kartöflum og syng 1. bassa í Karlakórnum Drífanda
Helstu félagsstörf eru: 
Ritari Stjórnendafélags Austurlands, varaforseti Sambands Stjórnendafélaga og svo er ég nýlega gengin til liðs við Rótarýklúbb Héraðsbúa auk þess að sitja í sóknarnefnd Vallaneskirkju.


Austurlistinn

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.