Baldur Pálsson

Málefni sem mér eru hugleikin:

  • Skipulag og stjórnkerfi sveitarfélaga með vel ígrundaða áherslu á forvarnarmál í öllum málaflokkum samfélagsins. Þar sem er skynsamlegt stjórnskipulag sem fólkið sjálft mótar og þróar, þar er gott að búa.
22. sæti

Lífshlaupið

Eftir að farið var af heimahlaði á Aðalbóli starfaði ég sem þungavinnuvélamaður, sjómaður, línumaður hjá Rarik Austurlandsveitu og við byggingu byggðalínu, hjá Bólholti verktakafyrirtæki á Héraði, sem slökkviliðsstjóri Brunavarna á Héraði, hjá Brunavörnum á Austurlandi og núna sem gamalmenni í góðum félagsskap Austurlistans.

Syndir fyrri tíma

Stofnaði ásamt góðu fólki Fellalistann 1998 sem var félagshyggjuframboð og leiddi þann lista og aftur 2002 til 2004 en þá varð sveitarfélagið Fljótsdalshérað til og einnig Héraðslistinn -samtök félagshyggjufólks á Héraði og sat í bæjarstjórn fyrir Héraðslistann í sex ár. Hef verið síðan verið félagi í Héraðslistanum og sótt fundi þar og nú Austurlistanum.


Austurlistinn

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.