Tækifærin í sameinuðu sveitarfélagi - Opportunities in a united municipality

Um þó nokku1_Hildur_600x800.jpgrn tíma hefur verið unnið að stofnun Háskólaseturs á Austurlandi en skortur á valkostum í háskólanámi hefur háð framgangi og vexti fjórðungsins um árabil. Menntastig íbúa á Austurlandi er lægra en annars staðar á landinu sem hefur haft margvíslegar afleiðingar. Tekjur Austfirðinga hafa staðið í stað síðastliðinn áratug á meðan heildartekjur hafa aukist annarsstaðar á landinu. Munur á launum kvenna og karla er hvað mestur á Austurlandi sem er birtingarmynd þess að staða kvenna er ekki nægilega sterk. Fjölbreytni skortir þegar kemur að atvinnutækifærum ungs fólks sem hefur hug á að setjast að eftir háskólanám. Samfélögin á Austurlandi hafa flest hver horft fram á fólksfækkun þar sem kvarnast hefur mest úr aldurshópnum milli 20 og 40 ára. Börnum hefur fækkað í leikskólum og grunnskólum á minnstu stöðunum og sums staðar hafa árgangar helmingast.

En hvað veldur?

Þetta er öfug þróun þegar hugsað er til þess að hvergi er betra að ala upp börn en í þorpunum út á landi. Frelsið og stuttu vegalengdirnar skapa lífsgæði sem borgarbúar geta aðeins látið sig dreyma um. Hér er andrými til að njóta lífsins og því virðist sólarhringurinn lengri.

Þegar við rýnum í ástæður þess að sífellt fleiri velja að sejast að í höfuðborginni eða erlendis blasir við skortur á innviðum. Hallað hefur verulega á landsbyggðina í byggðastefnu síðustu áratuga sem hefur lagt áherslu á sterka höfuðborg með góðum innviðum. Á sama tíma hefur sveitarstjórnarfólk eytt ómældum tíma í að berjast fyrir sjálfsagðri grunnþjónustu svo sem heilbrigðiskerfi, samgöngum og aðgengi að háskólanámi.

Continue reading

Almannavarnir / Public safety


Forvarnir í víðum skilningi
Forvarnir er flókinn en mikilvægur þáttur í starfsemi sveitarfélaga og því þarf að skipuleggja forvarnarstarf vel til þess að ná marktækum árangri. Málaflokkurinn nær til margra þátta samfélagsins svo sem: Almannavarna, slysavarna, eldvarna, umferðarmála utan sem innan þéttbýlis, skipulagsmála, vímuefnamála, félagsmála, heilbrigðismála og löggæslumála svo fátt eitt sé nefnt.
Almannavarnir
Í byrjun árs 2019 tók til starfa Almannavarnanefnd sem nær yfir allt starfssvæði Lögreglustjórans á Austurlandi. Höfuðmarkmið almannavarnanefnda er samkvæmt lögum að gera hættumat fyrir umdæmið en sú vinna virðist ekki hafa verið sett formlega af stað hjá Almannavarnanefnd Austurlands. Hættumatið tekur til eftirfarandi þátta samkvæmt leiðbeiningum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra: „Ofsaveður og ófærð, jarðskjálftar, eldgos, jökulhlaup, snjóflóð, skriðuhætta og grjóthrun, sjávarflóð, flóðbylgjur, flóð í ám og vötnum, jarðhiti, hafís, loftslagsbreytingar, hópslys, jarðgöng, eldsvoðar, skógar-, kjarr - og sinueldar, eldhætta á tjaldsvæðum, mengun og hættuleg efni, dýrasjúkdómar og öryggi dýra, samgöngur á landi/lofti og sjó, vatnsveitur, hitaveitur, raforka, stíflurof, fráveitur, fjarskipti, matvælaframleiðsla/matvælaöryggi og fæðuframboð, öryggi í ferðaþjónustu, samfélagsöryggi“. Undir, samfélagsöryggi, falla margir málaflokkar sem fjallað verður um sérstaklega síðar.

Continue reading

Samgöngur / Transportation

Greiðar og öruggar samgöngur eru lífæð samfélaga og forsenda lífsgæða. Að íbúar komist greiðlega milli byggðakjarna er forsenda framþróunar og uppbyggingar atvinnulífs og blómlegs mannlífs á Austurlandi en ekki síður forsenda þess að sameining fjögurra sveitarfélaga í eitt verði farsæl. Þar ber hæst að nefna samgöngubætur eins og göng undir Fjarðarheiði sem og heilsársveg yfir Öxi en endurbætur á veginum til Borgarfjarðar eru hafnar. Það eru líklega engir innviðir sem geta haft jafn víðtæk áhrif á framtíð og framþróun Austurlands eins og greiðar samgöngur. Íbúaþróun hefur ekki verið Austurlandi hagstæð en Hagstofa Íslands spáir fólksfækkun í nánustu framtíð svo styrking innviða er helsta áskorun nýs sveitarfélags þar sem tækifærin til sóknar eru fjölmörg.
 
Í vetur hafa íbúar landsins upplifað hversu mjög erfiðar samgöngur geta hamlað lífsgæðum og öryggi íbúa.
Stjórnvöld hafa boðað þá stefnu að sameina sveitarfélög og styrkja þannig sveitarstjórnarstigið sem mikil þörf er á. Þeirri stefnu þarf að fylgja fjármagn og vilji til að gera samfélögum kleift að sameinast í reynd og samnýta þannig þau lífsgæði og sérkenni sem hver kjarni býður upp á. Stóra verkefnið sem blasir við nýju sveitarfélagi er að tryggja greiðar samgöngur milli kjarna svo hægt sé að nýta þau fjölmörgu tækifæri til fulls sem blasa við.

Continue reading


Austurlistinn

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.