Skip to main content

Hildur Þórisdóttir

Málefni sem mér eru hugleikin:

Samgöngur, húsnæðis- og menntamál: Fjarðarheiðargöng, Öxi, Borgarfjarðarvegur.
Áhersla á skólamál í öllum kjörnum og að komið verði á háskólanámi í sveitarfélaginu.

1. sæti

Menntun

Ég er uppalin í Reykjavík fram að 9. bekk. Þá lá leiðin austur á Seyðisfjörð þar sem ég lauk grunnskólagöngu og gekk svo í Menntaskólann á Egilsstöðum.
Fór í nám í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og svo í framhaldsnám í mannauðsstjórnun og útskrifaðist þaðan árið 2011.

Fjölskylda

Ég bý á Seyðisfirði með manninum mínum, Bjarka Borgþórssyni lögreglumanni og starfsmanni Veðurstofunnar. Saman eigum við son sem heitir Fjölnir.

Starfsferill

Fyrstu störfin spönnuðu frá afgreiðslu og þrifum í sundlaug, þjónustustarfi á sýsluskrifstofu yfir í fiskvinnslustörf og umönnun aldraðra. Í seinni tíð hef ég starfað við mannauðsmál, við þýðingar fyrir utanríkisráðuneytið og sem verkefnastjóri hjá ferðaþjónustufyrirtæki. Ég rak vefverslun um 5 ára skeið ásamt því að sinna starfi forseta bæjarstjórnar á Seyðisfirði árin 2018 til 2020.
Ég sit sem aðalmaður í sveitarstjórn Múlaþings og á þar sæti í Byggðaráði og Umhverfisráði. Ég hef setið í stjórn SSA og Austurbrúar frá árinu 2018, er varamaður í stjórn HEF og sit auk þess í byggingarnefnd fyrir menningarhús á Héraði sem vinnur nú að endurgerð Sláturhússins.

Áhugamál

Helstu áhugamál eru góður matur, útivera í guðsgrænni náttúrunni, hreyfing af ýmsu tagi og samvera með fjölskyldu og vinum. Ég hef ánægju af lestri bóka og hef alla tíð verið bókaormur. Ég hef mikla ánægju af því að teikna og mála en það áhugamál hefur fylgt mér frá unga aldri en um þessar mundir eiga vatnslitir hug minn allan.