Margrét Sigríður Árnadóttir

Málefni sem mér eru hugleikin: 

  • Umhverfismál
  • Húsnæðismál
  • Dagvistunarmál.
9. sæti

Menntun

Grunnskólapróf

Fjölskylda

Ég er ein af 9 systkinum en þó ólst ég upp aðeins með þrem. Er alin upp á Reyðarfirði en alltaf með annan fótinn á Egilsstöðum enda ættuð frá Rangá í Tungunni.
Í dag er ég einstæð móðir og á yndislegan son sem er á 3ja ári.

Starfsferill

Ég fór beint út á vinnumarkaðinn eftir útskrift úr Grunnskóla Reyðarfjarðar. Í dag vinn ég á á Leikskólanum Skógarlandi sem stuðningur á deild. Fyrir það starfaði ég í fjögur ár hjá Austurför sem sinnti ýmsum verkefnum eins og vinnu fyrir Þjónustusamfélagið á Héraði og við rekstur tjaldsvæðisins á Egilsstöðum svo eitthvað sé nefnt. Fyrir þetta starfaði ég hjá Alcoa Fjarðaál en tók mér tveggja ára pásu á því og fór sem AuPair til Seattle í Bandaríkjunum. Var formaður samtakanna Ungt Austurland frá stofnun þeirra í desember 2016 og til 2019.

Áhugamál

Nýjasta áhugamálið mitt er örvun í kennslu og leik fyrir börn. Elska að skoða náttúruna og ferðast, hvort sem það er innanlands eða utan.
Fjölskyldan og vinir eru mér líka ótrúlega mikilvæg og fátt skemmtilegra en að skapa minningar með þeim.


Austurlistinn

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.