Skip to main content

Rúnar Gunnarsson

Málefni sem mér eru hugleikin:

Atvinnumál, hafnarmál og íbúalýðræði

16. sæti

Menntun

Ég lauk grunnskólaprófi eins og venja er og tók mér svo ársleyfi frá skólagöngu, leyfi sem entist í 30 ár! Árið 2019 lauk ég svo stúdentsprófi sem ég tók í Háskólabrú Keilis. Skóli lífsins hefur hinsvegar kennt mér jafn mikið ef ekki meira en hefðbundin skólaganga og tel ég mig vel undirbúinn fyrir þær áskoranir sem fylgja stjórnmálum.

Fjölskylda

Ég er fæddur og uppalinn Seyðfirðingur og bý í dag á Seyðisfirði með konu minni Rikki Lee Gunnarsson, unglingunum okkar tveimur og tveimur labrador hundum.

Starfsferill

Starfsferillinn er orðinn ansi langur og vann ég við fiskvinnslu hér á Seyðisfirði og í Danmörku áður en ég flutti til Englands árið 1996. Þar vann ég sem verkstjóri við uppsetningu tjalda og sæta fyrir stórar útihátíðir, íþróttaviðburði og ýmis konar aðra viðburði í Englandi og víðar í Evrópu. Við hjónin fluttum til Íslands 2010 með börnin okkar tvö og vann ég við fiskvinnslu til 2017 en þá tók ég við rekstri tjaldsvæðis og upplýsingamiðstöðvar Seyðisfjarðar. 2018 tók ég svo við sem yfirhafnarvörður.
Þar að auki hef ég verið þáttakandi í sveitarstjórnarpólítík hér á Seyðisfirði og var formaður bæjarráðs frá 2018 allt þar til Múlaþing varð til. Þar er ég í dag fulltrúi í heimastjórn Seyðisfjarðar.

Áhugamál

Áhugamálin eru fjölbreytt, ég er spilanörd, bjórbruggari og áhugatrésmiður. Einnig hef ég starfað með leikfélaginu og er einn af skipuleggjendum gleðigöngunnar hér á Seyðisfirði sem við köllum reyndar Hýra Halarófu.