Skip to main content

Sigrún Blöndal

Málefni sem mér eru hugleikin:

Málefni barna og ungmenna, þjónusta við þau bæði í skólum og frístundum.
Öflugt skólastarf í sveitarfélaginu.
Fjölbreytt tækifæri til tómstunda og náms (íþróttir, tónlistarskólar, ýmislegt annað starf sem höfðar til til allra aldurshópa.)
Tækifæri til háskólanáms á svæðinu
Fjölbreytt atvinnulíf á svæðinu öllu

17. sæti

Menntun

Ég er uppalin á Hallormsstað en flutti 12 ára til Hafnarfjarðar þar sem ég bjó í 13 ár. Ég lauk grunnskóla þar og stúdentsprófi frá Flensborgarskóla. Fór í Kennaraháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1988. Hélt áfram í Háskóla Íslands þaðan sem ég lauk B.A. námi í dönsku og bókmenntafræði. Hef sótt ýmis námskeið í tengslum við starfið, í dönsku, íslensku, náms- og starfsráðgjöf o.fl.

Fjölskylda

Ég bý á Egilsstöðum með manninum mínum, Birni Sveinssyni útibússtjóra Verkís. Saman eigum við tvö börn, Sigurlaugu og Svein og fyrir átti Björn dæturnar Sif og Mörtu.

Starfsferill

Vann ýmis störf á námsárunum,  á Hótel Eddu á Hallormsstað , í garðyrkjustöð í Laugarási í Biskupstungum, hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og Skógrækt ríkisins og eitt sumar var ég í afleysingum á Veðurstofu Íslands. Eitt sumar vann ég í Umeå í Svíþjóð við garðyrkju.
Kenndi við Menntaskólanum á Egilsstöðum frá 1990 til 2010; aðallega dönsku en líka íslensku nokkrar annir, vann sem námsráðgjafi ein þrjú ár og var aðstoðarskólameistari síðustu þrjú árin. Ég er núna umsjónarkennari í Egilsstaðaskóla og kenni á unglingastigi.
Árið 2010 tók ég efsta sæti á lista Héraðslistans og var kjörin í bæjarstjórn. Þar sat ég til 2018, seinna kjörtímabilið í meirihluta og forseti bæjarstjórnar í tvö ár. Þennan tíma sat ég í bæjarráði en auk þess í ýmsum stjórnum og nefndum bæði á vegum sveitarfélagsins og líka á vegum SSA, en ég var formaður samtakanna í 4 ár. Ég sat sem fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í Stjórnstöð ferðamála frá stofnun hennar 2015 til 2018.
Á árunum 2009 – 2020 sat ég í skólanefnd Hússtjórnarskólans á Hallormsstað, sem nú hefur aftur fengið sitt upprunalega nafn, Hallormsstaðaskóli. Sat í Bókasafnaráði fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga árin 2013 – 2021. Auk þess sat ég í stjórn Foreldrafélags Egilsstaðaskóla og var formaður þess í tvö ár.

Áhugamál

Mér finnst gott að vera heima hjá mér. Þá les ég og elda mat. Mér finnst gaman að ferðast til útlanda og fara á listsýningar. Svo er alltaf gott að bregða sér í gönguferð í skóginum á Hallormsstað,