Irene Meslo

Málefni sem mér eru hugleikin:

  • Réttindi barna og barnafjölskyldna
  • Aðgengi að sérfræðiþjónustu og stuðningi fyrir fjölskyldur sem þurfa á sértækum úrræðum að halda.
  • Samgöngur og ekki síst almenningssamgöngur á Austurlandi.
20. sæti

Menntun

Ég lauk grunnskólanámi frá Charlottenlund í Þrándheimi og eftir nokkur ár á vinnumarkað tók ég stutt nám í forritun.

Starfsferill

Ég var sauðfjárbóndi í Noregi í nokkur ár en var á sjó og vann í fiskeldi samhliða búskapnum. Ég hef unnið í fiskeldi, bæði í Noregi og á Íslandi, meðal annars í nokkur ár við rannsóknarverkefni á þorskeldi. Einnig hef ég unnið á bókhaldsstofu, verslunarstörf og er nú stafsmaður á leikskólanum Bjarkartúni í Djúpavogshreppi.
Ég var eitt kjörtímabil varaoddviti og síðan oddviti í sveitarstjórn í Roan sem var sveitarfélag í Þrændalögum en er nú sameinað Åfjord kommune. Ég sat í sveitarstjórn Djúpavogshrepps kjörtímabilið 2010-2014 og sat þá í skipulags- og umhverfisnefnd.

Fjölskyldan

Ég á einn uppkominn son, Andre, sem er lærður stálsmiður og búsettur á Akureyri.

Áhugamál

Ég hef áhuga á útivist og er svo heppin að á Djúpavogi er stutt í náttúruna og fjöldi fallegra gönguleiða. Þegar ekki viðrar til útivistar finnst mér gott að njóta ylsins í eldhúsinu og baka.


Austurlistinn

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.