Fræðslu- og menntamál
Austurlistinn veit að gott skólastarf er undirstaða og fjöregg allra samfélaga í sveitarfélaginu. Börn eiga að fá menntun, aðbúnað og þjónustu við hæfi hvers og eins innan leik- og grunnskóla, í öllum byggðakjörnum sveitarfélagsins.
Nám á háskólastigi á Austurlandi er mikilvægt byggðamál. Því viljum við efla háskólamenntun í Múlaþingi í samstarfi við UHI. Slíkt samstarf er stór áfangi í að auka lífsgæði og efla mannauð á Austurlandi.
Nauðsynlegt er að auka vægi iðn- og tæknigreina í öllu skólastarfi og stuðla að því að rannsóknir og nýsköpun eflist á öllu Austurlandi. Tryggja þarf áfram gott framboð á endurmenntun og fjarnámi og hafa góða námsaðstöðu í öllum byggðakjörnum.
Við viljum að í Múlaþingi verði:
Velferð
Grunnheilbrigðisþjónusta í öllum samfélögum sveitarfélagsins er nauðsynleg. Tryggja þarf að heilbrigðisþjónusta sé í samræmi við þarfir íbúa og gesta í öllu sveitarfélaginu. Félagsþjónustu sveitarfélagsins þarf að sníða að þörfum íbúa í hverju samfélagi fyrir sig og tryggja þar viðeigandi mannauð og þjónustustig. Hugað verði sérstaklega að þjónustu við aldraða íbúa og gerð úttekt á þjónustu- og húsnæðisþörf þeirra.
Við viljum að í Múlaþingi verði:
Íþróttir, æskulýðs- og tómstundastarf
Íþróttir, tómstundir og félagsstarf eru stór þáttur í lífsgæðum fólks. Í félagasamtökum og sveitarfélagsins er víða unnið frábært starf sem þarf að styðja og efla. Við viljum að Múlaþing verði heilsueflandi samfélag og unnin verði lýðheilsuáætlun.
Við viljum að í Múlaþingi verði:
Mannréttindi og samfélag
Austurlistinn leggur áherslu á að jafnrétti og önnur mannréttindi séu virt. Mikilvægt er að gerð verði móttökuáætlun fyrir nýja erlenda íbúa og flóttamenn. Brýnt er að nýjum íbúum verði gert kleift að aðlagast samfélaginu. Það er forgangsverkefni Austurlistans að skapa skilyrði til að fjölskyldur og einstaklingar sjái sér hag í því að setjast að í Múlaþingi. Við viljum fjölga íbúum og hlúa vel að barnafjölskyldum.
Við viljum að í Múlaþingi verði:
Atvinnumál
Austurlistinn lítur á það sem höfuðverkefni í Múlaþingi að styrkja enn frekar búsetuskilyrði í öllum byggðum sveitarfélagsins með vandaðri þjónustu og uppbyggingu innviða til sjávar og sveita. Við eigum fjölbreytt samfélög sem eru góður búsetukostur fyrir einstaklinga og fjölskyldur á öllum aldri. Við viljum að sérstaða hvers kjarna fái notið sín. Fjölbreytt og kröftugt atvinnulíf er undirstaða allra samfélaga. Austurlistinn vill að sveitarfélagið styðji við atvinnuuppbyggingu sem skilar tekjum í framtíðinni, dragi að ný og fjölbreytt störf í starfandi fyrirtækjum eða nýjum sprotafyrirtækjum.
Í sveitarfélaginu eru víða kjöraðstæður til matvælaframleiðslu og Austurlistinn vill að sjálfbær matvælaframleiðsla með gæða afurðum verði áfram undirstaða búsetu til sjávar og sveita. Þá er mikilvægt að fullvinnsla matvæla verði í auknum mæli í sveitarfélaginu.
Við viljum að í Múlaþingi verði:
Fjármál
Öguð fjármálastjórn er forsenda þess að Múlaþing geti blómstrað til framtíðar. Með upplýsingagjöf og opnu ferli gefst íbúum færi á að veita aðhald og vera meðvitaðir um rekstur og stöðu sveitarfélagsins hverju sinni. Gæta þarf aðhalds og mikilvægt er að hafa góða yfirsýn í rekstri sveitarfélagsins.
Við viljum að í Múlaþingi verði:
Stjórnsýsla
Stjórnsýslu er ætlað að þjónusta íbúa sveitarfélagsins og mikilvægt að þjónustan sé fagleg, góð og skilvirk. Mikilvægt er að gæta jafnræðis og tryggja að raddir minni byggðarkjarna og dreifbýlis heyrist.
Stjórnsýsla Múlaþings þarf að vera öflug, einföld og skilvirk og ákvarðanir skýrar og vel rökstuddar. Verkefni sveitarstjórnar er að marka skýra stefnu í upphafi og horfa til framtíðar. Sterkar heimastjórnir tryggja góða nærþjónustu. Austurlistinn vill að heimastjórnir fái vel skilgreint hlutverk, vald til að taka ákvarðanir í nærumhverfinu og fjármagn til að vinna verkefni í sínu byggðarlagi.
Við viljum að í Múlaþingi verði:
Byggðamál
Mikilvægt er að efla innviði og stunda öflugt kynningar- og markaðsstarf þar sem lífsgæði í byggðakjörnum Múlaþings eru kynnt landsmönnum. Auka þarf framboð húsnæðis svo unnt sé að fjölga íbúum í öllum byggðakjörnum.
Við viljum að í Múlaþingi verði:
Menning
Blómlegt menningarlíf endurspeglar samfélagið og veitir íbúum og gestum þess lífsfyllingu. Það þarf að hlúa vel að þeim samfélagslegu verðmætum sem í menningunni felast. Menningarmál eru atvinnumál ogvið viljum fara í vinnu með stjórnvöldum að finna leiðir til þess að tryggja rekstur mikilvægra menningarstofnana og listahátíða á svæðinu
Við viljum að í Múlaþingi verði:
Umhverfismál
Austurlistinn vill að Múlaþing verði í fararbroddi í umhverfismálum. Í áætlanagerð og aðgerðum verði stuðst við Sóknaráætlun Austurlands og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Við viljum að í Múlaþingi verði:
Skipulagsmál
Með nýju aðalskipulagi Múlaþings vill Austurlistinn að mynduð sé skýr stefna um náttúruvernd og landnotkun í samráði við landeigendur og íbúa sveitarfélagsins. Austurlistinn vill leggja áherslu á öryggis- og almannavarnamál í sveitarfélaginu.
Við viljum að í Múlaþingi verði:
Samgöngur
Greiðar samgöngur í lofti, láði og legi eru lífæð íbúa og atvinnulífs. Tenging allra byggðakjarna við flug og sjúkrahús þegar hættu ber að höndum varðar líf og heilsu fólks. Fjarðarheiðargöng, heilsársvegur um Öxi og endurbætur á Borgarfjarðarvegi eru forsendur jákvæðrar þróunar í öllum byggðakjörnum. Mikilvægt er að vinna ötullega með yfirvöldum og stofnunum að því að efla samgöngur innan Austurlands alls.
Við viljum að í Múlaþingi verði:
Eignasjóður
Eignasjóður heldur utanum eignir sveitarfélagsins og er fjármagnaður með innri leigu. Miklu skiptir að eignum sveitarfélagsins sé vel við haldið og að unnið sé eftir tímasettri áætlun um uppbyggingu og endurnýjun húsnæðis í eigu sveitarfélagsins í takt við starfsemina.
Við viljum að í Múlaþingi verði