Sjálfbær uppbygging vistkerfa en eftir síendurteknar hörmungar síðustu alda er ástand gróðurs og jarðvegs svo fjarri því sem eðlilegt getur talist miðað við veðurfar og hnattstöðu.
Gera mögulega búsetu í sveit án skuldbindinga með því að sveitafélagið leigi í skammtímaleigu út litla og stóra jarðarskika, fyrir fólk sem vill máta sig við sveitalífið, eða fólk sem þegar hefur ákveðið að vera í sveit en er ekki tilbúið í stórar fjárfestingar strax.
15. sæti
Menntun
Ég lauk námi sem búfræðingur frá Hvanneyri 1985 og hef síðan tekið ýmis námskeið tengd búskap og skógrækt. Auk þess er ég rúningskennari og tek reglulega endurmenntunarnámskeið í því fagi.
Starfsferill
Ég ólst upp við landbúnaðarstörf, vann í rörasteypu, afleysingaþjónustu bænda, sjómennsku, er landpóstur, rúningsmaður, smali og bóndi. Vinnan á búinu er fjölbreytt og spannar t.d. vegavinnu, flagvinnu, byggingavinnu og skógrækt svo eitthvað sé upp talið.
Fjölskylda
Ég er giftur Guðnýju Grétu Eyþórsdóttur, við eigum þrjá syni og tvö barnabörn.
Áhugamál
Starfið hverju sinni er yfirleitt mitt helsta áhugamál, ásamt starfstengdum íþróttum eins og fjallgöngum og utanvegahlaupum en þríþrautaræfingar hafa tekið mest af frítímanum síðustu þrjú ár. Ég reyni að sameina þetta með áhuganum á ferðalögum og náttúruskoðun.
Austurlistinn
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.