Skip to main content

Eyþór Stefánsson

Málefni sem mér eru hugleikin:

Samgöngur og innviðir.
Atvinnumál.
Húsnæðismál.
Fjármál.

3. sæti

Menntun

Ég er fæddur og uppalinn á Jökuldal og foreldrar mínir búa þar ennþá og stunda sauðfjárbúskap. Ég gekk í Menntaskólann á Egilsstöðum og var þar í tvö ár en kláraði menntskólanámið frá Framhaldsskólanum á Laugum. Árið 2011 útskrifaðist ég með B.Sc. í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Fjölskylda

Ég er í sambúð með Steinunni Káradóttur. Við búum saman á Borgarfirði.

Starfsferill

Eftir ýmis störf í verktakabransa flutti ég á Borgarfjörð eystri vorið 2016 og gerðist sjómaður. Á Borgarfirði hófst minn pólitíski ferill þegar ég var kosinn í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps 2018. Á Borgarfirði hef ég sinnt ýmsum störfum en ásamt sjómennsku og hreppsnefndarstörfum hef ég kennt tónlist og forritun í grunnskólanum, gekk í slökkviliðið og björgunarsveitina og nú síðast hef ég gegnt formennsku í heimastjórn Borgarfjarðar.  
Árið 2020 hóf ég störf sem verkefnastjóri með áherslu á atvinnuþróun og byggðamál hjá Austurbrú en eftir að hafa verið kosinn inn í sveitarstjórn Múlaþings hef ég verið í leyfi þaðan.

Áhugamál

Ég á nær eingöngu skrýtin áhugamál. Þau sem teljast eðlilegri væru: Gítarglamur, fótboltagláp og köfun. Önnur sem eru meira framandi væru: Bridds, tafl, spilagaldrar, excelskjöl,  D&D og 7 wonders og upp á síðkastið frisbee-golf (mæli með vellinum á Borgarfirði).