Skip to main content

Jóhann Hjalti Þorsteinsson

Málefni sem mér eru hugleikin: 

Skipulags og húsnæðismál.
Samgöngumál.
Umhverfis- loftslags- og orkumál.

5. sæti

Menntun

Ég er fæddur á Akureyri og ólst upp á Hvammstanga og í Eyjafirði þar sem ég kláraði grunnskóla, ég varð stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum 1996 og útskrifaðist með BA í sagnfræði frá HÍ 2006.

Fjölskylda

Ég er kvæntur Katrínu Ölfu Snorradóttur og við eigum stelpu fædda 2014 og strák fæddan 2018 og búum á Egilsstöðum. Ég á uppkomna dóttur úr fyrra sambandi.

Starfsferill

Með námi vann ég ýmis sveitastörf á býlinu sem ég ólst upp á, hef plantað nokkrum trjám í Fljótsdal og víðar, vann í sláturhúsi og naglabúð KHB og hjá póstinum á Egilsstöðum. Eftir stúdentsprófið var unnið í fiski og aftur hjá póstinum áður en ég flutti til Reykjavíkur 1998. Þar vann ég hjá hraðsendingafyrirtæki áður en ég hóf nám í sagnfræði. Með því námi vann ég sem næturvörður á litlu hóteli og sem sölumaður hjá IKEA og seinna sem millistjórnandi þar eftir að námi lauk. Lífið tekur beygjur og sveigjur og ég fluttist í Hérað 2010 og hóf störf hjá Alcoa sem framleiðslustarfsmaður. Á þeim tíma kynntist ég Kötu og lá leiðin aftur suður 2012 þar sem ég vann hjá Reykjavíkurborg og Sendinefnd Evrópusambandsins. Héraðið hefur alltaf heillað og fjölskyldan flutti austur 2017 og ég hóf störf hjá Ormsson á Egilsstöðum. Nú starfa ég sem umsjónarmaður á heimavist Menntaskólans og sem skjalaritari á skrifstofu Múlaþings á Egilsstöðum.

Áhugamál

Ég hef áhuga á sögu og stjórnmálum, spila borðspil þegar færi gefst. Stundaði bandý, bæði sem spilari og dómari og hef þjálfað Gettu betur lið ME.