Elfa Hlín Pétursdóttir

Málefni sem mér eru hugleikin:

  • Í mínum huga er helsta hlutverk komandi bæjarstjórnar að tryggja að sameiningin gangi sem best fyrir sig. Þetta er flókið og spennandi ferli sem framundan er og það þarf að tryggja að rödd og þarfir íbúanna í þessu nýja, víðfeðma sveitarfélagi, verði alltaf höfð í forgrunni við þá vinnu. Ég brenn fyrir lifandi og frjóu samfélagi þar sem hver og einn fær að njóta sín á eigin forsendum.

 

21. sæti

Menntun

Ég ólst upp á Seyðisfirði en 17 ára lá leiðin til Reykjavíkur í menntaskóla og tónlistarnám og síðar háskóla. Ég var í tvö ár eftir menntaskóla í Tónlistarskólanum í Reykjavík í blokkflautunámi en lauk því ekki. Endaði svo í sagnfræði í Háskóla Íslands og hef lokið mastersprófi í henni, með áherslu á síðari hluta 19. aldar. Eina önn í því námi dvaldi ég í Brighton á Englandi sem skiptinemi. Þá hef ég tekið nokkra áfanga á háskólastigi í ferðamálafræðum.

Fjölskylda

Ég á eina dóttur sem er á fimmta ári og ég er í sambúð með Tryggva Gunnarssyni frá Flatey á Breiðafirði. Við búum á Seyðisfirði.

Starfsferill

Ég hef unnið sem safnstjóri, verkefnastjóri hjá Austurbrú, kennari, tónlistarkennari, þýðandi, gangastúlka og kaffihúsaþjónn svo eitthvað sé nefnt. Sat í fimm ár í bæjarstjórn Seyðisfjarðar fyrir Seyðisfjarðarlistann.

Áhugamál

Það er erfitt að velja þar, ég hef áhuga á svo fjölmörgu. Umhverfis- og menningarmál eru mér hugleikin, ég er mikill lestrarhestur og hef unun af góðum bókum, náttúra og útivera gefa mér mikið og ýmis konar sjálfsrækt. Þá finnst mér mjög gaman að búa til góðan mat og prófa nýjar leiðir í matreiðslu.


Austurlistinn

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.