Ég sleit barnskónum á Akureyri og eftir menntaskóla flutti ég suður og kláraði nám í tækniteiknun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hugurinn leitaði lengra, alla leið til Horsens í Danmörku. Þar stundaði ég diplómanám í multimedia og síðar BA nám í design og kulturøkonomi frá Syddansk Universitet í Kolding.
Fjölskylda
Ég er í sambúð með Huga Guttormssyni. Samtals eigum við þrjár dætur og erum búsett í Fellabæ.
Starfsferill
Eftir níu ára búsetu í Danaveldi lá leiðin aftur heim til Íslands og síðan hef ég unnið á ýmsum stöðum á Fljótsdalshéraði, t.d. Hótel Héraði, Húsi Handanna, Gistihúsinu, Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað og starfa nú í Fellaskóla. Árið 2018 steig ég mín fyrstu skref sem bæjarfulltrúi fyrir Héraðslistann og hef verið fulltrúi í bæjarráði og umhverfis- og framkvæmdanefnd síðastliðin tvö ár.
Áhugamál
Handverk og hönnun, endurvinnsla ýmiskonar, garðrækt, matreiðsla og margt fleira.
Austurlistinn
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.