Efling nýsköpunar og stuðningur við framsýna íbúa og hugmyndir þeirra
Dreifðar byggðir og öflugt samfélag til sjávar og sveita
Gott og farsælt skólastarf og öflugt íþróttastarf
11. sæti
Lífsferill
Ég er fæddur og uppalinn á Borgarfirði eystra þar sem foreldrar mínir voru sauðfjárbændur og ferðaþjónustuaðilar ásamt því að sinna öllum hinum störfunum sem bjóðast í litlu samfélagi. Eftir grunnskólagöngu í fámennum samkennsluskóla á Borgarfirði lá leiðin í Eiðaskóla og Menntaskólann á Egilsstöðum þar sem félagslíf, íþróttir og hljómsveitastúss blandaðist við námið. Á sumrin vann ég í verslun, frystihúsi, byggingarvinnu og við búskapinn og bý enn að þeirri fjölbreytni sem borgfirskt atvinnulíf bauð upp á. Síðan lá leiðin í Kennaraháskóla Íslands þar sem ég útskrifaðist 1992. Ég stundaði kennslu og íþróttaþjálfun í um sex ár víða um land og fór þá til Íþrótta- og ólympíusambands Íslands þar sem ég starfaði við almenningsíþróttir og uppbyggingu þeirra. Árið 2001 flutti ég aftur heim á Austurlandið og kenndi við Hallormsstaðaskóla og síðan Brúarásskóla ásamt því að koma að starfi UÍA og varð þar framkvæmdastjóri um tíma. Í framhaldi af þeim góða tíma í kennslu fór ég að huga að uppbyggingu ferðaþjónustu og skipulagi ferða á Austurlandi og hef síðustu 14 ár meðal annars starfað að uppbyggingu, vöruþróun, markaðssetningu og rekstri Ferðaþjónustunnar Álfheima á Borgarfirði eystra auk hliðarverkefna í nýsköpun og verkefnastjórnun. Ég hef sótt fjölda námskeiða og áfanga tengdum verkefnisstjórnun, nýsköpun og þróunarstarfi. Í dag er ég framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar Álfheima og er búsettur á Egilsstöðum.
Fjölskyldan
Konan mín er Þórey Sigurðardóttir frá Aðalbóli. Samtals eigum við 5 börn en saman 13 ára dreng og 6 ára stúlku.
Áhugamál
Mín helstu áhugamál eru fjölskyldan, móðir jörð, nýsköpun, útivist og tónlist
Austurlistinn
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.