Mín áherslumál eru umferðaröryggismál, atvinnumál og skipulagsmál. Ég tel að mín þekking á umferðaröryggismálum gæti nýst hjá sveitarfélaginu. Þá hef ég töluverðan áhuga á að vinna að atvinnuuppbyggingu á svæðinu og að horfa til nýsköpunar. Ég tel að við Austfirðingar eigum mikið inni, að avinnutækifæri séu hér til staðar og að við eigum að horfa til markaðar í löndum í kring um okkur, jafnt sem hér innanlands.
19. sæti
Menntun
Ég er fæddur og uppalinn í Keflavík þar sem ég lauk grunnskólanámi. Lærði húsasmíði og tók sveinspróf í greininni 1984.
Fjölskylda
Ég er kvæntur Sigfríð Margréti Bjarnadóttur og saman eigum við tvö börn, 19 og 13 ára. Fyrir átti ég tvær dætur.
Starfsferill
Ég hóf störf hjá lögreglunni 1985. Fyrst í Keflavík, síðan í Reykjavík og frá 2005 á Austurlandi með starfsaðstöðu á Egilsstöðum. Ég átti og rak um tíma ferðaþjónustufyrirtækið Fjallamenn Austurlands, sem var með fjórhjólaferðir í Hallormsstaðaskógi auk þess að þjónusta kvikmyndaverkefni.
Áhugamál
Áhugamál eru ýmiskonar. Íþróttaiðkun hefur verið tímafrek í gegn um tíðina, knattspyrna og ræktin. Hin síðari ár hefur golfið verið meira fyrir mig. Þá hefur jeppamennska og jeppadella kíkt í heimsókn.
Austurlistinn
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.