Austurlistinn lítur á það sem höfuðverkefni í nýju sveitarfélagi að styrkja enn frekar búsetuskilyrði í öllum byggðum sveitarfélagsins með vandaðri þjónustu og uppbyggingu innviða til sjávar og sveita. Við eigum fjölbreytt samfélög sem eru góður búsetukostur fyrir einstaklinga og fjölskyldur á öllum aldri. Fjölbreytt og kröftugt atvinnulíf er undirstaða allra samfélaga. Austurlistinn vill að nýtt sveitarfélag sé reiðubúið að auka aðstoð við atvinnuuppbyggingu og styðja þannig við verkefni sem skila tekjum í framtíðinni, draga að ný og fjölbreytt störf í starfandi fyrirtækjum eða nýjum sprotafyrirtækjum.
Í nýju sveitarfélagi eru víða kjöraðstæður til matvælaframleiðslu og Austurlistinn vill að sjálfbær matvælaframleiðsla með gæða afurðum verði áfram undirstaða búsetu til sjávar og sveita. Þá er mikilvægt að fullvinnsla matvæla verði í auknum mæli til í sveitarfélaginu.
Austurlistinn vill
Öguð fjármálastjórn er forsenda þess að nýtt sveitarfélag geti blómstrað til framtíðar. Með upplýsingagjöf og opnu ferli gefst íbúum færi á að beita aðhaldi og vera meðvitaðir um rekstur og stöðu sveitarfélagsins hverju sinni. Gæta þarf aðhalds og mikilvægt er að hafa góða yfirsýn í rekstri sveitarfélagsins.
Austurlistinn vill
Stjórnsýslu er ætlað að þjónusta íbúa sveitarfélagsins og mikilvægt að viðhöfð séu fagleg vinnubrögð, erindum sé svarað fljótt og að ákvarðanir séu teknar út frá almennum og faglegum forsendum. Það er eilíft verkefni stórs sveitarfélags að gæta jafnræðis í hvívetna og til þess þarf að tyggja að raddir minni byggðarkjarna og dreifbýlis heyrist.
Stjórnsýsla sveitarfélagsins þarf að vera öflug, einföld og skilvirk og ákvarðanir skýrar og vel rökstuddar. Byggja skal á jafnræði íbúa og skýrum reglum. Verkefni sveitarstjórnar er að marka skýra stefnu í upphafi og horfa til framtíðar.
Austurlistinn vill
Íbúafjölgun hefur ekki verið hagstæð á Austurlandi en Hagstofa Íslands spáir fólksfækkun á Austurlandi í nánustu framtíð. Mikilvægt er að bregðast við því með eflingu innviða og öflugum kynningarmálum þar sem lífsgæði í byggðakjörnum nýs sveitarfélags eru kynnt landsmönnum. Mikilvægt er að stuðlað verði að fjölgun íbúa í öllum byggðakjörnum.
Austurlistinn vill
Austurlistinn vill
Blómlegt menningarlíf endurspeglar samfélagið og veitir íbúum og gestum þess lífsfyllingu. Menning og listir hafa í gegnum tíðina verið aðalsmerki og helsta sérkenni Seyðisfjarðar og víðar í sveitarfélaginu. Það þarf að hlúa vel að þeim samfélagslegu verðmætum sem í menningunni felast. Austurlistinn vill leggja aukinn þunga á menningarmál sem atvinnumál og fara í vinnu með stjórnvöldum að finna leiðir til þess að tryggja rekstur mikilvægra menningarstofnana og listahátíða í sveitarfélaginu auk þess að efla störf listamanna í samfélögum okkar.
Austurlistinn vill
Austurlistinn veit að gott skólastarf er undirstaða og fjöregg allra samfélaga í sveitarfélaginu. Börn eiga að fá menntun, þjónustu og aðbúnað við hæfi hvers og eins innan leik- og grunnskóla, í öllum byggðakjörnum sveitarfélagsins. Nám á háskólastigi á Austurlandi er byggðamál sem Austurlistinn vill taka föstum tökum. Því viljum við leita nýrra leiða við að byggja upp háskólamenntun í nýju sveitarfélagi. Jafnvel í samstarfi við erlenda háskóla. Slíkt væri stór áfangi í að auka lífsgæði og efla mannauð á Austurlandi og þá fjölga um leið valkostum í námi á háskólastigi. Mikilvægt er í nýju sveitarfélagi að auka vægi tæknigreina í öllu skólastarfi og stuðla að því að rannsóknir og nýsköpun eflist á öllu Austurlandi. Tryggja þarf áfram gott framboð á endurmenntun og fjarnámi og hafa til þess góða námsaðstöðu í öllum byggðakjörnum.
Austurlistinn vill
Grunnheilbrigðisþjónusta í öllum samfélögum sveitarfélagsins er lífsnauðsynlegt öryggisatriði fyrir íbúa og gesti, ekki síst vegna ótryggra samgangna yfir vetrartímann og fjarlægðar frá sjúkrahúsum. Tryggja þarf að heilbrigðisþjónusta sé í samræmi við þarfir íbúa og gesta á öllum stöðum sveitarfélagsins á öllum tímum. Þá þarf að tryggja að innviðir séu til staðar þ.m.t. bílakostur og þekking til sjúkraflutninga. Félagsþjónustu sveitarfélagsins þarf að sníða að þörfum íbúa í hverju samfélagi fyrir sig og tryggja þar viðeigandi mannauð og þjónustustig. Hugað verði sérstaklega að þjónustu við aldraða íbúa og gerð úttekt á þjónustuþörf og húsnæðisþörf þeirra. Unnið verði að frekari uppbyggingu félagslegs húsnæðis í samræmi við fyrirliggjandi húsnæðisáætlanir fyrrum sveitarfélaga.
Austurlistinn vill
Íþróttir, tómstundir og félagsstarf eru stór þáttur af lífsgæðum okkar. Starfið og þátttakan efla andann, styrkja líkama og auka samkennd og félagsvitund allra er koma nærri. Í félögum og klúbbum sveitarfélagsins er víða unnið frábært starf sem Austurlistinn vill styðja og efla. Austurlistinn vill að sveitarfélagið verði heilsueflandi samfélag en góð reynsla er af verkefninu. Við viljum gera lýðheilsuáætlun í samstarfi við heilbrigðisaðila og aðra hluteigandi aðila um það hvernig bæta megi lýðheilsu íbúa í sveitarfélaginu.
Austurlistinn vill
Austurlistinn leggur áherslu á að jafnrétti og önnur mannréttindi séu virt í starfi og leik. Við viljum sveitarfélag þar sem íbúar eru jafnir án tillits til kyns, þjóðernis, trúar, aldurs, fötlunar, fjárhags eða annarrar stöðu. Mikilvægt er að gerð verði í öllum samfélögum móttökuáætlun fyrir nýja erlenda íbúa en þeir eru samfélaginu verðmætir. Brýnt er að þeim verði gert kleift að aðlagast og una hag sínum vel í nýju sveitarfélagi. Það er forgangsverkefni Austurlistans að búa sveitarfélagið og samfélög þess þannig úr garði að fjölskyldur og einstaklingar sjái sér hag í því að setjast hér að. Við viljum fjölga íbúum og hlúa vel að barnafjölskyldum.
Austurlistinn vill
Umhverfisstefna – sjálfbært sveitarfélag Austurlistinn vill að nýtt sveitarfélag verði í fararbroddi í umhverfismálum og auki sjálfbærni innan allra byggðakjarna. Í áætlanagerð og aðgerðum verði stuðst við sóknaráætlun Austurlands og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun
Í nýju sveitarfélagi
Með nýju aðalskipulagi sveitarfélagsins, sem unnið verður í opnu ferli, vill Austurlistinn að mynduð sé skýr stefna um náttúruvernd og landnotkun í samráði við landeigendur og íbúa sveitarfélagsins. Austurlistinn vill að öryggis- og almannavarnamál verði forgangsmál í nýju sveitarfélagi.
Í nýju sveitarfélagi.
Greiðar samgöngur innan Austurlands eru lífæð íbúa og atvinnulífs alla daga ársins. Nýjar tengingar um Fjarðarheiðargöng og gerð heilsársvegar um Öxi auk endurbóta á Borgarfjarðarvegi eru forsendur jákvæðrar þróun í öllum byggðakjörnum. Mikilvægt er að halda því á lofti alla daga og vinna ötullega áfram með yfirvöldum og stofnunum að framkvæmdum sem efla samgöngur innan sveitarfélagsins.
Í nýju sveitarfélagi
Í nýju sveitarfélagi
Austurlistinn vill að reknar verði öflugar þjónustumiðstöðvar í öllum byggðakjörnum sveitarfélagsins með tilheyrandi mannauði og tækjakosti sem sinni daglegum verkefnum
Að vélakostur sveitarfélagsins verði vistvænni.
Austurlistinn vill að ráðist verði nú þegar í nauðsynlegar endurbætur á fasteignum og öðrum eignum sveitarfélagsins í samræmi við fjárfestingargreiningu sem gerð var að hálfu undirbúningsnefndar. Þar verði skilgreindar og forgangsraðað endurbótum og fjárfestingum í innviðum á Djúpavogi, Borgarfirði eystra og Seyðisfirði.
Hafnirnar í sveitarfélaginu eru meðal helstu lífæða samfélaganna og þær ber að umgangast sem slíkar. Um þær fer hráefni til matvælaframleiðslu, inn- og útflutningsvörur og ferðamenn sem er undirstaða margra starfa til sjós og lands.Góður áframhaldandi rekstur hafna í sveitarfélaginu er mjög mikilvægur og huga verður sérstaklega að því að halda áfram öflugri starfsemi, markvissri uppbyggingu og frekari markaðssetningu þeirra.
Í nýju sveitarfélagi
Austurlistinn vill:
Á heimasíðu sameiningarnefndarinnar er að finna upplýsingar um allt sem varðar heimastjórnir.