Skip to main content

Ásdís Heiðdal

Málefni sem mér eru hugleikin:

Uppbygging landsbyggðarinnar.
Fjölskyldan.
Heilbrigðismál.
Húsnæðismál.

 

21. sæti

Menntun

Ég lauk grunnskólaprófi í Djúpavogsskóla og tók síðan tvö ár í Menntaskólanum á Egilsstöðum og stefni að því að ljúka stúdentsprófi einhvern daginn og mjatla inn einingum þar til það hefst. Með hægðinni hefst það er gott kjörorð.

Fjölskylda

Ég er gift Nökkva Fannari Sigrúnarsyni, saman eigum við eina stúlku fædda 2016 en Nökkvi átti tvö börn fyrir.

Starfsferill

Ég byrjaði ung að passa börn og með skóla vann ég í fiskvinnslu og við verslunarstörf. Áður en ég fór í fæðingarorlof starfaði ég í leikskólanum Bjarkatúni og síðan sem verslunarstjóri í Kjörbúðinni og var þar í tvö ár. Núna vinn ég sem leiðbeinandi á mið- og unglingastigi í Djúpavogsskóla.

Áhugamál

Ég er mikil matmanneskja og hef mikinn áhuga á öllu sem viðkemur mat og matreiðslu. Mér þykir mjög gaman að ferðast jafnt innan og utanlands