Skip to main content

Almannavarnir / Public safety


Forvarnir í víðum skilningi
Forvarnir er flókinn en mikilvægur þáttur í starfsemi sveitarfélaga og því þarf að skipuleggja forvarnarstarf vel til þess að ná marktækum árangri. Málaflokkurinn nær til margra þátta samfélagsins svo sem: Almannavarna, slysavarna, eldvarna, umferðarmála utan sem innan þéttbýlis, skipulagsmála, vímuefnamála, félagsmála, heilbrigðismála og löggæslumála svo fátt eitt sé nefnt.
Almannavarnir
Í byrjun árs 2019 tók til starfa Almannavarnanefnd sem nær yfir allt starfssvæði Lögreglustjórans á Austurlandi. Höfuðmarkmið almannavarnanefnda er samkvæmt lögum að gera hættumat fyrir umdæmið en sú vinna virðist ekki hafa verið sett formlega af stað hjá Almannavarnanefnd Austurlands. Hættumatið tekur til eftirfarandi þátta samkvæmt leiðbeiningum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra: „Ofsaveður og ófærð, jarðskjálftar, eldgos, jökulhlaup, snjóflóð, skriðuhætta og grjóthrun, sjávarflóð, flóðbylgjur, flóð í ám og vötnum, jarðhiti, hafís, loftslagsbreytingar, hópslys, jarðgöng, eldsvoðar, skógar-, kjarr - og sinueldar, eldhætta á tjaldsvæðum, mengun og hættuleg efni, dýrasjúkdómar og öryggi dýra, samgöngur á landi/lofti og sjó, vatnsveitur, hitaveitur, raforka, stíflurof, fráveitur, fjarskipti, matvælaframleiðsla/matvælaöryggi og fæðuframboð, öryggi í ferðaþjónustu, samfélagsöryggi“. Undir, samfélagsöryggi, falla margir málaflokkar sem fjallað verður um sérstaklega síðar.


Mikilvægi viðbragðsáætlana
Þegar hættumatið liggur fyrir er ljóst hvaða viðbragðsáætlanir eru í forgangi og þarf að vinna markvisst að. Eigum við að nefna viðbragðsáætlun vegna ofsaveðurs og ófærðar, eða viðbragðsáætlun vegna vímuefna? Hver sem forgangurinn verður þá mun Austurlistinn ganga hart eftir að farið verði að lögum sem um almannavarnir gilda og varða hættumat, því þá eigum við að sjá hvert áfallaþol hvers byggðarlags er innan sveitarfélagsins og einnig innan lögregluumdæmisins alls.
Aðalskipulag og forvarnir
Við vinnu að aðalskipulagi í nýju sveitarfélagi þarf að taka tillit til hættumatsins varðandi flesta málaflokka sem taldir eru upp hér á undan og einnig við gerð deiliskipulags. Augljóst er að hættumatið þarf að hafa algjöran forgang og þar mun Austurlistinn ganga á undan með ábyrgum hætti gagnvart öllum íbúum í nýju sveitarfélagi.
Þessi skrif eru bara byrjun á umfjöllun um forvarnarstarf og það koma pistlar í framhaldinu því ekki skortir efni né áhuga á að koma svo mikilvægum málaflokki á framfæri og svo í farveg til mótunar stefnu í hinu nýja sveitarfélagi.
________________________________________________________________
A broad understanding of prevention.
Prevention is a complicated but important part of running a municipality and therefore must be well organised to achieve success. The genre touches many parts of modern society such as: civil protection, accident prevention, fire prevention, traffic safety both rural and in towns, civic planning, drug prevention, social services, health care and the police to name a few.
Public safety
The civil protection committee was formed early in 2019 and is responsible for the area covered by the jurisdiction of the Chief of police in Eastern Iceland. According to law the aim of civil protection committees is to make a risk assessment for the area, but work on that has not been officially started yet. The risk assessment covers the following conditions according to guidelines from the Department of civil protection and emergency management: extreme weather and road closures, earthquakes, volcanic eruptions, glacial flash flooding, snow avalanche, landslides and falling rock, tidal flooding, tsunami, river and lake flooding, geothermal heat, ocean drift ice, climate change, mass accidents, tunnels, fires, forest fires, fire risk at campsites, pollution and dangerous substances, animal welfare and disease, air/sea and road transport, hot and cold water supply, electricity, dam breakage, sewage systems, telecommunications, food production/food safety, travel safety, civil protection with many sub-categories that will be covered later.
The importance of risk assessment.
When the risk assessment has been done it will be clear what contingency plans must be priority. We could say extreme weather and road closures or contingency plan for drug prevention. Whatever the priority is, Austurlistinn will make sure that the civil protection law will be followed and that way we will be able to see how well each town in the new municipality, and the whole police jurisdiction can cope with disasters when they happen.
Civil planning and prevention
When the new municipality starts work on civil planning the risk assessment must be taken into consideration regarding the conditions. The risk assessment must be top priority and Austurlistinn will lead by example when it comes to civil planning with the need of all our inhabitants in mind.
This is the start of the discussion about prevention and there will be more articles in the near future, because there is no shortage of material or interest in publicising such an important issue and making sure it gets the attention it deserves in the new municipality.