Atvinnumál Samgöngur Menntamál Íþrótta- og félagsmál
7. sæti
Menntun
Eftir að hafa gengið í Grunnskóla Djúpavogs tók við stutt mennta-og iðnskólanám. Nú síðast hef ég stundað nám í fiskeldi frá Háskólanum á Hólum, þar á undan lauk ég námi við Fisktækniskóla Íslands.
Fjölskylda
Ég er uppalinn á Djúpavogi og hef aðeins flutt á aðra staði til þess eins að koma ákveðnari til baka um að nú verði aldrei flutt aftur. Ég er giftur og á 3 börn.
Starfsferill
Starfsferill minn hófst í fiskvinnslu á Djúpavogi, síðan þá hef ég unnið ýmis störf svo sem sjómennsku, öryggisstörf, verslunar- og þjónustustörf og fiskeldisstörf. Í dag starfa ég sem verkstjóri í Búlandstindi á Djúpavogi. Fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2018 var ég í 4. sæti H-lista og hef ég setið í hafnarnefnd sem fulltrúi H-listans. Er formaður Djúpavogsdeildar Rauðakrossins og hef gegnt því embætti í rúm 8 ár.
Áhugamál
Hef alltaf haft mikinn áhuga á ýmis konar samfélagsmálum og uppbyggingu samfélagsins og hefur frekar verið skortur á tíma til að sinna slíku en áhugaskortur. Einnig hafa sjálfbærni og ný tækni alltaf vakið áhuga minn.