Skip to main content

Sigurður Snæbjörn Stefánsson

Málefni sem mér eru hugleikin: 

Náttúruvernd.
Jöfn tækifæri óháð kyni/kyngervi eða uppruna.
Samgöngumál.
Menning og listir.

9. sæti

Menntun

Ég er með BA í fornleifafræði frá Háskóla Íslands og MA í sögulegri fornleifafræði frá Háskólanum í Lundi.

Fjölskylda

Ég bý á Seyðisfirði með unnustu minni, hundi og ketti.

Starfsferill

Ég hef unnið við hitt og þetta, m.a. í frystihúsi, kjörbúð, bræðslu, elliheimili o.fl, í styttri eða skemmri tíma auk ýmissa fornleifauppgraftra. Um þessar mundir starfa ég í grunnskólanum á Seyðisfirði sem starfsmaður skólans með ýmiss verkefni auk kennslu á yngsta- og miðstigi.

Áhugamál

Ég hef mikinn áhuga á sögu, þó ekki endilega sagnfræði sem slíkri. Ég hef ánægju af því að lesa og les mikið af allskonar bókum af ýmsum toga. Einnig hef ég áhuga á bíómyndum og spilum, hvort þau séu borðspil eða í tölvu, og að spila með vinum mínum. Útivera er mér einnig hugleikin