Umhverfismál og samspil nýtingar og verndunar náttúru. Byggða- og samfélagsmál, ekki síst þau sem tengist jaðarsettari svæðum landsins í hvaða skilning
114 sæti
Menntun
Ég er fæddur í Reykjavík en var snemma vaninn við vinnu í sveit og síðar fluttist fjölskyldan í Landeyjarnar þar sem við tók uppbygging og rekstur kúabús. Skólaganga á Laugarvatni og svo nám í búvísindum á Hvanneyri. Auk þess hef ég aflað mér þekkingar í skógfræði, landnýtingu, landupplýsingum, leiðsögn, verkefnastjórn, sjómennsku og fleiru starfatengdu.
Starfsferill
Ég hef starfað við landbúnað og húsbyggingar, kerfisstjórn og þróun viðskiptakerfa, veflausnir, búnaðarráðgjöf, landgræðslu, verkefnastjórn, kortagerð, hópstjórn, akstur og leiðsögn ferðamanna og verktöku ýmiskonar. Auk þess umsýslu á jörð minni þar sem ég er meðal annars með skógrækt, býflugur, sögunarmyllu og þjónustu við smíðaiðnaðinn.
Fjölskylda
Búsettur til næstum tveggja áratuga í faðmi náttúrunnar á Kleppjárnsstöðum Í Hróarstungu ásamt listakonu minni þar sem við búum með hundum auk annarra dýra sem dvelja hér um lengri eða skemmri tíma.
Áhugamál
Útivera og náttúruskoðun ýmis konar. Ferðalög bæði fótgangandi og á einhverju vélknúnu. Veiði. Ræktun, nýting og verndun lands. Tækni og þekkingu. Að ógleymdum lífsreyndum traktorum.