Framboðslistinn breyttur frá vordögum
Framboðslisti Austurlistans til sveitarstjórnarkosninga í nýju sveitarfélagi 19. september 2020
1. Hildur Þórisdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar
2. Kristjana (Ditta) Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði
3. Eyþór Stefánsson, verkefnastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi í Borgarfjarðarhreppi
4. Ásdís Hafrún Benediktsdóttir, bókari og varafulltrúi í sveitarstjórn Djúpavogshrepps
5. Skúli Björnsson, sjálfstætt starfandi og varabæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði
6. Ragnhildur Billa Árnadóttir, sjúkraliði, Seyðisfirði
7. Ævar Orri Eðvaldsson, verkstjóri, Djúpavogi
8. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, framkvæmdastýra og hjúkrunarfræðingur, Seyðisfirði
9. Margrét S. Árnadóttir, starfsmaður í leikskóla, Fljótsdalshéraði
10. Tinna Jóhanna Magnusson, meistaranemi í miðaldafræðum, Borgarfirði eystri
11. Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri, Fljótsdalshéraði
12. Skúli H. Benediktsson, hreindýraleiðsögumaður, Djúpavogi
13. Snorri Emilsson, lýsingahönnuður, Seyðisfirði
14. Friðrik Bjartur Magnússon, yfirbruggari, Fljótsdalshéraði
15. Hafliði Sævarsson, bóndi, Fossárdal
16. Iryna Boiko naglafræðingur, Fljótsdalshéraði
17. Sigrún Blöndal kennari og varabæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði
18. Aðalsteinn Ásmundarson smiður og bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði
19. Jens Hilmarsson, lögreglumaður, Fljótsdalshéraði
20. Irene Meslo, starfsmaður í leikskóla, Djúpavogi
21. Elfa Hlín Pétursdótti,r sagnfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi, Seyðisfirði
22. Baldur Pálsson, Austurlandsgoði, Fljótsdalshéraði
Hér eru meiri upplýsingar um frambjóðendur
Eftir að sameining sveitarfélaganna fjögurra á Austurandi, Borgarfjarðarhepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar var samþykkt í kosningum í október 2019 lá fyrir að kjósa yrði nýja sveitarsjórn á vordögum 2020
Þrír óháðir listar sem verið höfðu í framboði í sveitarstjórnarkosningunum 2018, Héraðslistinn, Seyðisfjarðarlistinn og H-listinn á Djúpavogi, auk nokkurra óháðra frambjóðendum frá Borgarfirði sameinuðust í byrjun árs 2020 í Austurlistann.
Fyrirhugaðar kosningar voru settar á 18. apríl og var hin nýstofnaði flokkur komin með fullmannaðan framboðslista og önnum kafnir við að skrifa málefnaskrá þegar hinn óboðni gestur Covid-19 bankaði uppá með tilheyrandi röskun á öllum áætlunum, almennings og framboðslista. Gesturinn lamaði þjóðfélagið allt og framboðshugmyndir sem og annað lagðist í dvala og í byrjun apríl var orðið ljóst að kosningum yrði frestað þar til lífið færðist aftur í eðlilegra horf.
Upphaflega átti að kjósa til sveitarstjórnar, heimstjórna og hafa nafnakönnun allt í einu en þegar ljóst varð að gengið yrði til forsetakosninga á miðju sumri var ákveðið að hafa nafnakönnun samhliða þeim til að minnka flækjustigið í sveitarstjórnarkosningunum en ýmsum þótt nóg um að fá þrjá kjörseðla í hendur 19. sept.
Þegar leið á sumarið og Covid veiran var á undanhaldi var ákveðið að ganga til sveitarstjórnarkosninga í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi þann 19. september og ný sveitarstjórn tæki til starfa 4. október. Frambjóðendur Austurlistan fögnuðu, enda tilbúnir að takast á við þau verkefni sem liggja fyrir nýrri sveitarstjórn ef vilji fólksins fer á þá leið.
Nokkrar breytingar urðu þó á listanum þegar nokkrir einstaklingar drógu framboð sitt til baka og vildu frekar starfa í baklandinu meðan aðrir komu fílelfdir inn, fullir eldmóðs með ferskar hugmyndir í farteskinu.
Efstu fimm sæti listans eru óbreytt, Hildur Þórisdóttir leiðir listann og á eftir henni koma þau Kristjana Sigurðardóttir, Eyþór Stefánsson, Ásdís Hafrún Benediktsdóttir og Skúli Björnsson.
Í sjötta sætinu verður sú breyting að Rúnar Gunnarsson, yfirhafnarvörður og formaður bæjarráðs á Seyðisfirði, fer af listanum en í stað hans kemur Ragnhildur Billa Árnadóttir, sjúkraliði á Seyðisfirði sem er ný á listanum.
Arna Magnúsdóttir víkur einnig af listanum en hún var í áttunda sæti. Það tekur Benedikta Guðrún Svavarsdóttir sem áður var í því tólfta. Það fyllir aftur Skúli Benediktsson sem áður var í því fimmtánda. Hafliði Sævarsson kemur þar nýr inn á listann.
Þá víkur Alda Marín Kristinsdóttir, sem var í tíunda sæti, af listanum. Í staðinn færist Tinna Jóhanna Magnusson upp í það úr því þrettánda. Snorri Emilsson kemur þar nýr inn.